Beint á efnisyfirlit síðunnar

Á döfinni

2

Forseti ÍSÍ á faraldsfæti

26.06.2019
Forseti ÍSÍ, Lárus L. Blöndal, hafði í mörgu að snúast á dögunum. Lárus var viðstaddur setningu Evrópuleikanna í Minsk í Hvítarússlandi og daginn eftir sat hann aðalfund EOC þar sem samþykkt var að næstu Evrópuleikar færu fram í Póllandi sumarið 2023. Þann sama dag fylgdist hann með keppni á Evrópuleikunum, s.s. í bogfimi þar sem Eowyn Marie Alburo Mamalias var meðal keppenda, en hún var fyrst Íslendinga til að keppa á leikunum í Minsk. Lárus heimsótti þorpið þar sem íslensku þátttakendurnir búa og hitti þar keppendur og fylgdarlið auk þess sem hann skoðaði mörg þau íþróttamannvirki sem hýsa keppni á Evrópuleikunum 2019 í Minsk.
Daginn eftir hélt hann til Lausanne í Sviss þar sem hann var viðstaddur 125 ára afmæli Ólympíuhreyfingarinnar fyrir hönd ÍSÍ og vígslu nýrra höfuðstöðva Alþjóðaólympíuhreyfingarinnar.

Myndir með frétt