Beint á efnisyfirlit síðunnar

Á döfinni

26.07.2024 - 28.11.2019

París 2024

Ólympíuleikarnir fara fram í París í...
20.09.2024 - 21.09.2024

Ársþing SKÍ 2024

Ársþing Skíðasambands Íslands verður haldið...
22.10.2026 - 28.11.2019

YOG 2026 - Dakar

Ólympíuleikar ungmenna (YOG) fara fram í...
30

Vetrarólympíuleikarnir í Mílanó-Cortina 2026

25.06.2019

Í gær tilkynnti Thomas Bach forseti Alþjóðaólympíunefndarinnar (IOC) á fundi IOC í Lausanne í Sviss að Mílanó-Cortina á Ítalíu yrði gestgjafi Vetrarólympíuleikanna 2026 og Vetrarólympíumóts fatlaðra 2026. Valið stóð á milli Mílanó-Cortina og Stokkhólms-Åre í Svíþjóð. Fyrr á fundinum höfðu fulltrúar frá báðum borgum verið með kynningu á sinni borg og markmiðum í tengslum við leikana. Ítalir sem voru viðstaddir fundinn fögnuðu vel þegar að ljóst var að leikarnir yrðu haldnir í Mílanó-Cortina. 

Vetrarólympíuleikarnir munu fara fram 6.-22. febrúar 2026 og Vetrarólympíumót fatlaðra 6.-15. mars 2026. 

Vefsíða Vetrarólympíuleikanna 2026.

Myndir með frétt