Beint á efnisyfirlit síðunnar

Á döfinni

18

Minsk 2019 - Badminton á Evrópuleikunum

25.06.2019

 
Í kvöld keppti Kári Gunnarsson við Brice Leverdez frá Frakklandi, en hann var fyrirfram talinn sterkasti leikmaðurinn í riðli Kára og er ofarlega á heimslistanum, eða í 33. sæti og rúmlega 100 sætum ofar en Kári.
 
Kári tapaði fyrri lotunni 21:10 en síðari lotan var jafnari og endaði 21:16 fyrir Brice. Á sama tíma áttust við þeir Christian Kirchmayr frá Sviss og Luka Milic frá Serbíu þar sem Christian hafði betur 21:9 og 25:23. Er því ljóst að þeir Brice og Christian fara áfram í 16 manna úrslit í mótinu.
 
Kári leikur á morgun við Luka Milic og hefst sá leikur um kl. 19:00 (eða kl. 16:00 á íslenskum tíma).

Myndir frá leikunum má sjá hér á myndasíðu ÍSÍ.

Vefsíðu Evrópuleikanna má sjá hér.

Evrópuleikarnir eru einnig á Facebook

#EuropeanGames
#Minsk2019
#BrightYearBrightYou
#InspiringSportInEurope

 

Myndir með frétt