Beint á efnisyfirlit síðunnar

Á döfinni

05.12.2024 - 05.12.2024

Fundur

Fundur verður haldinn í framkvæmdastjórn ÍSÍ...
24

Minsk 2019 - Dagskrá

24.06.2019

Í dag, mánudaginn 25. júní, hefst keppni í badminton þar sem Kári Gunnarsson keppir í einliðaleik. Agnes Suto-Tuuha og Valgarð Reinhardsson, keppendur í fimleikum, eru væntanlegir til Minsk í dag og hefja keppni á fimmtudag. Hákon Þór Svavarsson mun svo keppa í haglabyssuskotfimi miðvikudag og fimmtudag.

Badminton
Kári Gunnarsson keppir í einliðaleik í dag kl. 22:00 (kl. 19:00 á íslenskum tíma). Fyrirkomulagið á leikunum er þannig að keppt er í fjögurra manna riðlum. Kári keppir í dag á móti Christian Kirchmayr frá Sviss. Á morgun keppir hann á sama tíma á móti Brice Leverdez frá Frakklandi og miðvikudaginn 26. júní á hann leik á móti Luka Milic frá Serbíu, en hefst sá leikur kl. 19:00 (eða 16:00 á íslenskum tíma). Keppni hefst svo áfram með 16 manna úrslitum fimmtudaginn 27. júní, en tveir efstu úr hverjum riðli komast áfram í 16 manna úrslit og svo er keppt á hverjum degi fram að úrslitleik sem fer fram á lokadegi leikanna, sunnudaginn 30. júní.

Skotfimi
Miðvikudaginn 26. júní fer fram keppni í haglabyssuskotfimi, þ.e. skeet, þar sem Hákon Þór Svavarsson verður á meðal keppenda líkt og á síðustu leikum. Keppni hefst kl. 09:00 að staðartíma (6:00 á íslenskum tíma) og stendur fram eftir degi. Daginn eftir, fimmtudaginn 27. júní, er seinnidagur keppninnar og hefst hún á sama tíma. Síðar þann dag, eða kl. 18:00 að staðartíma (15:00 á íslenskum tíma) fara fram úrslit í greininni.

Fimleikar
Fimmtudaginn 27. júní hefst keppni í áhaldafimleikum og á Ísland þar tvo keppendur, þau Agnesi Suto-Tuuha og Valgarð Reinhardsson. Keppnin hefst kl. 13:00 að staðartíma (10:00 á íslenskum tíma) og stendur yfir fram eftir degi. Laugardaginn 29. júní fara fram úrslit í fjölþraut og sunnudaginn 30. júní fara fram úrslit á einstökum áhöldum.

Á meðfylgjandi mynd má sjá Kára Gunnarsson ásamt Atla Jóhannessyni þjálfara hans.

Myndir frá leikunum má sjá hér á myndasíðu ÍSÍ.

Vefsíðu Evrópuleikanna má sjá hér.

Evrópuleikarnir eru einnig á Facebook

#EuropeanGames
#Minsk2019
#BrightYearBrightYou
#InspiringSportInEurope