Beint á efnisyfirlit síðunnar

Á döfinni

26.07.2024 - 28.11.2019

París 2024

Ólympíuleikarnir fara fram í París í...
20.09.2024 - 21.09.2024

Ársþing SKÍ 2024

Ársþing Skíðasambands Íslands verður haldið...
22.10.2026 - 28.11.2019

YOG 2026 - Dakar

Ólympíuleikar ungmenna (YOG) fara fram í...
30

Valgeir kjörinn varaforseti Evrópska keilusambandsins

19.06.2019

Valgeir Guðbjartsson var kjörinn varaforseti Evrópska keilusambandsins (ETBF) til næstu 4 ára á ársþingi sambandsins sem fram fór í Munchen í Þýskalandi þann 9. júní sl. Valgeir hefur verið í stjórn ETBF í 14 ár og þar af sem framkvæmdastjóri þess s.l. 9 ár. Með því að ná kjöri sem varaforseti ETBF færast aðrar skyldur á Valgeir en hann mun m.a. núna sjá um evrópsku mótaröðina í keilu ásamt öðrum verkefnum.

Það er mikill heiður fyrir íslenska íþróttahreyfingu að eiga fulltrúa í æðstu stjórn keiluíþróttarinnar í Evrópu.
Íþrótta- og Ólympíusamband Íslands óskar Valgeiri innilega til hamingju með kjörið!