Beint á efnisyfirlit síðunnar

Á döfinni

05.12.2024 - 05.12.2024

Fundur

Fundur verður haldinn í framkvæmdastjórn ÍSÍ...
24

Forsýning á heimildarmynd um Sjóvá Kvennahlaup ÍSÍ

07.06.2019

Í gær var boðið til forsýningar á heimildarmynd um Sjóvá Kvennahlaup ÍSÍ sem gerð var í tilefni af 30 ára sögu hlaupsins. Myndin var sýnd í Laugarásbíó þar sem margt af forsvarsfólki hlaupsins var mætt ásamt góðum gestum. Myndin fangar sögu hlaupsins undanfarin 30 ár á skemmtilegan hátt og eiga Arnar Þórisson og Stefán Drengsson þakkir skilið fyrir vel unnin störf. Allir fá tækifæri til að horfa á þessa skemmtileguog merku heimildarmynd á annan í Hvítasunnu á RÚV kl.19:40.

Þann 15. júní nk. fer Sjóvá Kvennahlaup ÍSÍ fram. Hlaupið er ár­viss viðburður hjá mörgum konum sem taka dag­inn frá til að hlaupa með dætrum, mæðrum, ömmum, systrum, frænkum og vin­konum sínum og margir karl­menn slást líka í hóp­inn. Ekki þarf að skrá sig sér­stak­lega í hlaupið. Hægt er að kaupa boli á hlaupa­stöðunum og kosta þeir 2000 kr. fyrir 13 ára og eldri og 1000 kr. fyrir 12 ára og yngri. Þeir sem vilja geta engu að síður gengið frá kaupum á bol fyrir hlaup hér á TIX.is.

Hlaupið um allt land og allan heim
Sjóvá Kvenna­hlaup ÍSÍ er haldið á yfir 80 stöðum á land­inu. Fjöl­menn­asta hlaupið er haldið í Garðabæ og einnig fer stórt hlaup fram í Mos­fellsbæ. Á lands­byggðinni fara einnig fram fjöl­menn hlaup sem skipu­lögð eru af öfl­ugum konum í hverju bæj­ar­fé­lagi fyrir sig. Hlaupastaði má sjá hér á vefsíðu Sjóvá Kvennahlaups ÍSÍ.

ÍSÍ hvetur alla til þess að taka daginn 15. júní frá og fjölmenna í hlaupið.

Fleiri myndir frá forsýningunni má sjá hér á myndasíðu ÍSÍ.

Myndir með frétt