Beint á efnisyfirlit síðunnar

Á döfinni

22

Anton Sveinn fánaberi íslenska hópsins

01.06.2019

Lokahátíð Smáþjóðaleikanna 2019 hefst kl. 22.00 í kvöld (kl.20 ísl.) og stendur í um hálftíma. Fánaberi íslenska hópsins verður sundmaðurinn Anton Sveinn McKee. Anton vann til fernra gullverðlauna á leikunum, sem er glæsilegur árangur. Hann vann 50 metra, 100 metra og 200 metra bringusund. Í 200 metra bringusundi synti hann á 2;10,41 sem er einungis 5/100 frá Ólympíulágmarkinu. Hann bætti einnig eigið Íslandsmet í100 metra bringusundi frá því á EM50 í Glasgow 2018. Einnig synti hann með karlasveitinni í 4x100 metra skriðsundi/boðsundi og skilaði tíminn 3:46,63 þeim örugglega í fyrsta sæti. Um leið bættu þeir Landsmetið sem var 3:47,67 sett í San Marínó 2017 um tæpa sekúndu.

Annað kvöld halda íslenskir þátttakendur heim á leið með Icelandair. Áætluð heimkoma er aðfaranótt mánudags.