Beint á efnisyfirlit síðunnar

Á döfinni

26

Stelpurnar sigruðu Mónakó í körfu

31.05.2019

Einn leikur fór fram í dag í keppni kvenna á Smáþjóðaleikunum en íslenska liðið lék gegn liði Mónakó. Stelpurnar okkar tóku sér fyrsta leikhlutann í að hitna og koma sér í gang en staðan var 26:23 fyrir Ísland. Í öðrum leikhluta var allt annað að sjá vörn okkar stelpna sem settu í lás og sóttu mun ákveðnara hinum megin á vellinum. Staðan í hálfleik 51:28 og ljóst í hvað stefndi. Næsti leikhluti fór 18:13 og sá síðasti 22:18 og öruggur 91:59 sigur í höfn.

Allir leikmenn liðsins komust á blað í leiknum í dag. Embla Kristínardóttir var stigahæst með 14 stig. Helena Sverrisdóttir setti 12 og tók 9 fráköst, Hildur Björg Kjartansdóttir setti einnig 12 stig og tók 4 fráköst og Hallveig Jónsdóttir var með 10 stig.

Lokaleikur liðsins er í fyrramálið kl.8:30 (kl. 06:30 að íslenskum tíma). Þá mætir liðið liði Kýpur sem hafa tapað öllum leikjum sínum á mótinu og með sigri verður Ísland í öðru sæti á leikunum og mun fá silfurverðlaun.

Strákarnir leika kl. 10:45 (kl. 08:45 að íslenskum tíma) einnig gegn liði Kýpur en það er leikur upp á 3. sætið.