Dagskrá fimmta keppnisdags Smáþjóðaleika
Á morgun, laugardaginn 1. júní, heldur keppni í körfuknattleik og blaki áfram hér í Budva. Keppni í öðrum íþróttagreinum er lokið. Dagskráin er eftirfarandi:
- Í körfuknattleik mun kvennaliðið mæta liði Kýpur kl. 8:30 að staðartíma og karlaliðið mæta liði Kýpur kl. 10:45 að staðartíma. Ef kvennaliðið vinnur þá tryggir það sér silfurverðlaun, karlarnir spila upp á bronsverðlaun.
- Kvennalandsliðið í blaki keppir við Svartfjallaland kl.11:00 að staðartíma og karlalandsliðið keppir við Kýpur kl. 16:00 að staðartíma.