Beint á efnisyfirlit síðunnar

Á döfinni

3

Ásdís Rósa endurkjörin formaður HNÍ

31.05.2019

Ársþing Hnefaleikasambands Íslands fór fram í Íþróttamiðstöðinni í Laugardal í gær, 20. maí. Ásdís Rósa Gunnarsdóttir var endurkjörin formaður sambandsins en aðrir í stjórn sambandsins eru Árni Stefán Ásgeirsson varaformaður, Áslaug Rós Guðmundsdóttir ritari, Birna Árnadóttir gjaldkeri, Sólveig Harpa Helgadóttir meðstjórnandi, Rúnar Svavarsson meðstjórnandi og Steinunn Inga Sigurðardóttir meðstjórnandi.  Í varastjórn voru kjörin Ingólfur Þór Tómasson, Máni Borgarsson og Sigríður Birna Bjarnadóttir. Engar breytingar voru gerðar á lögum sambandsins eða regluverki.

Fulltrúi ÍSÍ á þinginu var Kolbrún Hrund Sigurgeirsdóttir úr framkvæmdastjórn ÍSÍ. Kolbrún Hrund ávarpaði þingið og bar þingfulltrúum kveðjur frá stjórn og starfsfólki ÍSÍ ásamt því að minna á helstu verkefni sem framundan eru hjá ÍSÍ.