Beint á efnisyfirlit síðunnar

Á döfinni

05.12.2024 - 05.12.2024

Fundur

Fundur verður haldinn í framkvæmdastjórn ÍSÍ...
3

Skemmtilegir endurfundir

30.05.2019

Jórunn Harðardóttir skotíþróttakona er mætt á sína sjöundu Smáþjóðaleika. Í ár tekur hún þátt í loftskammbyssu og loftriffli kvenna. Hún endaði í 9. sæti í dag í loftskammbyssu með 539 stig og komst ekki í úrslit. Hún keppir í loftriffli á morgun.

Starfsmaður ÍSÍ hitti Jórunni í dag á verðlaunaafhendingu sem fram fór við laugina í leikaþorpinu, þegar að Ásgeir Sigurgeirsson tók við gullverðlaunum í loftbyssu. Jórunn sagði frá því að hún hefði hitt í dag tvær kunningjakonur sínar og skemmtilegt væri frá því að segja að þær hafi einmitt, fyrir tólf árum, staðið í svipuðum sporum og í dag. Í Mónakó árið 2007 lenti Cynthia Varriale-Bonardi frá Mónakó í 1. sæti (nú 6. sæti), þá lenti Irene Panteli í 2. sæti og hún er nú hætt keppni og er þjálfari skammbyssuliðs Kýpur og Jórunn í 3. sæti (nú 9. sæti). Jórunn átti mynd af þeim þremur fyrir 12 árum við verðlaunaafhendinguna og fékk þær til að stilla sér upp á svipuðum nótum í dag. Hún gaf ÍSÍ góðfúslega leyfi til að birta myndirnar ásamt þessari skemmtilegu frásögn.

Myndir með frétt