Beint á efnisyfirlit síðunnar

Á döfinni

26

Formannsskipti í ÍRB

30.05.2019

Ársþing Íþróttabandalags Reykjanesbæjar fór fram í húsnæði Íþróttaakademíunnar í Reykjanesbæ 27. maí sl. Alls sátu þingið 42 fulltrúar af þeim 65 sem rétt áttu til setu á þinginu en auk þess á sundráð ÍRB einn fulltrúa. Tvö félög sendu ekki fulltrúa til þingsins. Rúnar V. Arnarson flutti skýrslu stjórnar og gjaldkeri skýrði reikninga en bandalagið var rekið með lítilsháttar hagnaði á síðastliðnu starfsári. Kostnaður við rekstur bandalagsins er lítill og er nánast öllum tekjum úthlutað til aðildarfélaga. Reikningar bandalagsins voru samþykktir samhljóða og tillögu um frávísun Handknattleiksfélags Reykjanesbæjar úr bandalaginu var vísað til stjórnar. Félagið hefur verið óvirkt í nokkur ár og ekki skilað lögbundnum skýrslum. Á þinginu urðu formannsskipti þar sem Rúnar Vífill Arnarson gaf ekki kost á sér áfram í formannsembættið. Guðbergur Reynisson var kjörinn nýr formaður sambandsins. Guðbergur er ekki ókunnur leiðtogastörfum í hreyfingunni þar sem hann var formaður Akstursíþróttasambands Íslands tímabilið 2013-2015.

Fulltrúi ÍSÍ á þinginu var Sigríður Jónsdóttir 1. varaforseti ÍSÍ.

Á myndinni eru Guðbergur, nýkjörinn formaður ÍRB og fráfarandi formaður, Rúnar V. Arnarson.