Beint á efnisyfirlit síðunnar

Á döfinni

27

Keppni lokið í liðakeppni í borðtennis

29.05.2019

Liðakeppni í borðtennis hélt áfram í dag. Íslenska kvennalandsliðið mætti heimakonum frá Svartfjallalandi í síðasta leik riðlakeppninnar, en eftir 3-0 tap gegn þeim er ljóst að landsliðið komst ekki upp úr riðli sínum og er því úr leik.

Karlalandslið Íslands mætti einnig Svartfjallalandi í síðasta leik sínum í riðlakeppninni. Fyrir leikinn var ljóst að sigurvegarinn úr rimmunni færi í undanúrslitin en tapliðið yrði úr leik. Að lokum fór svo að Svartfjallaland vann rimmuna og Ísland situr því eftir og hefur þar með lokið leik sínum.

Á morgun hefst keppni í tvíliðaleik karla og kvenna.