Beint á efnisyfirlit síðunnar

Á döfinni

05.12.2024 - 05.12.2024

Fundur

Fundur verður haldinn í framkvæmdastjórn ÍSÍ...
25

Góður dagur í sundinu

29.05.2019

Þá er öðrum keppnisdeginum í sundi lokið á Smáþjóðaleikunum í Svartfjallalandi. Veðrið á keppnisstað var betra í dag, þurrt og bjart.
Dagurinn skilaði Íslendingum þrennum gullverðlaunum, einum silfurverðlaunum, tvennum bronsverðlaunum, HM lágmarki og einni bætingu á tíma auk þess sem Anton Sveinn nánast tryggði sér farseðilinn til Tókýó 2020.
Gullverðlaun fékk Anton Sveinn McKee í 50 metra bringusundi og í 200 metra bringusundi þar sem hann synti á 2;10,41 sem er einungis 5/100 frá ÓL lágmarkinu, Eygló Ósk Gústafsdóttur fékk gullverðlaun í 100 metra baksundi þar sem hún náði HM lágmarki, Karen Mist Arngeirsdóttir náði silfurverðlaunum í 200 metra bringusundi, Kristinn Þórarinsson náði bronsverðlaunum í 100 metra baksundi og piltarnir í sveit Íslands í 4x200 metra skriðsundi/boðsundi nældu sér í bronsverðlaun fyrir það sund. Sveitina skipa Þröstur Bjarnason, Kristinn Þórarinsson, Kristófer Sigurðsson og Patrik Viggó Vilbergsson.
Jóhanna Elín Guðmundsdóttir bætti besta tíma sinn í 100 metra flugsundi um 4/100 úr sekúndu þegar hún kom í mark á tímanum 1:04,40.
Það má því segja að dagurinn í dag hafi verið góður hjá íslensku keppendunum í sundi.
Lárus Blöndal, forseti ÍSÍ, var á laugarsvæðinu og tók þátt í verðlaunaafhendingum. 

Öll sund og verðlaunaafhendingar íslenska hópsins verða sett á Youtubesíðu SSÍ

Myndir með frétt