Beint á efnisyfirlit síðunnar

Á döfinni

15

Flott frammistaða hjá kvennalandsliðinu í körfuknattleik

29.05.2019

Íslenska kvenna­landsliðið í körfuknatt­leik beið lægri hlut fyr­ir sterku liði Svart­fjalla­lands 81:73 í öðrum leik sín­um á Smáþjóðal­eik­un­um í Svar­tfjalla­landi í dag. Íslenska liðið átti góðan leik gegn svartfellska liðinu. Staðan var jöfn í hálfleik 35:35. 

Helena Sverr­is­dótt­ir skoraði 35 stig, Gunn­hild­ur Gunn­ars­dótt­ir 14, Þóra Krist­ín Jóns­dótt­ir 7, Hild­ur Björg Kjart­ans­dótt­ir 6, Sara Rún Hinriks­dótt­ir 6, Sigrún Björg Ólafs­dótt­ir 3 og Bryn­dís Guðmunds­dótt­ir 2.

Myndir með frétt