Beint á efnisyfirlit síðunnar

Á döfinni

05.12.2024 - 05.12.2024

Fundur

Fundur verður haldinn í framkvæmdastjórn ÍSÍ...
25

40. málþing EOC

27.05.2019

Á dögunum fór fram 40. málþing Evrópusambands Ólympíunefnda (EOC Seminar) í borginni Vín í Austurríki. Fulltrúar ÍSÍ á málþinginu voru þau Líney Rut Halldórsdóttir, framkvæmdastjóri ÍSÍ, Andri Stefánsson, sviðsstjóri Afreks- og Ólympíusviðs ÍSÍ og Örvar Ólafsson verkefnastjóri Afreks- og Ólympíusviðs ÍSÍ.

Á þessu árlega málþingi er kynnt staða undirbúnings vegna þeirra ólympísku viðburða sem eru framundan, þær reglur sem gilda hjá Alþjóðaólympíunefndinni (IOC) og Alþjóðalyfjaeftirlitsstofnunni (WADA), styrkjakerfi Ólympíusamhjálparinnar (ÓS) og fleira er tengist daglegu starfi Ólympíunefnda Evrópu. Pallborðsumræður voru um ýmis ólympísk málefni og átti Líney Rut Halldórsdóttir, framkvæmdastjóri ÍSÍ, sæti í pallborðsumræðum.

Við hátíðarkvöldverð fór fram afhending á fjórðu Piotr Nurowski verðlaununum vegna vetraríþrótta. Verðlaunin hlaut Alexandra Trusova frá Rússlandi, en hún er 14 ára keppandi á listskautum.

Næsta málþing EOC fer fram í Slóvakíu á vormánuðum 2020.

Myndir með frétt