Beint á efnisyfirlit síðunnar

Á döfinni

05.12.2024 - 05.12.2024

Fundur

Fundur verður haldinn í framkvæmdastjórn ÍSÍ...
25

Hópurinn sem fer á Evrópuleikana

24.05.2019

Á fundum stjórnar Afreks- og Ólympíusviðs ÍSÍ hefur verið fjallað um þátttöku á Evrópuleikunum í Minsk, sem fara fram þann 21. - 30. júní nk., og þá hefur framkvæmdastjórn ÍSÍ samþykkt á fundi sínum að heimila sviðinu að staðfesta þau sæti sem Ísland fær úthlutað á leikana. Íslandi bauðst eitt boðssæti í götuhjólreiðum karla, en það sæti var afþakkað í samráði við Hjólreiðasamband Íslands. Eftirfarandi keppendur hafa unnið sér inn keppnisrétt á leikana, í gegnum stigalista eða við endurúthlutun á sætum í viðkomandi íþróttagrein.

Badmintonsamband Íslands     
Kári Gunnarsson, einliðaleikur karla

Júdósamband Íslands                
Sveinbjörn Jun Iura, -81 kg. karla

Fimleikasamband Íslands        
Valgarð Reinhardsson, áhaldafimleikar

Þá hefur Íslandi verið úthlutað boðssætum óháð nafni í nokkrum íþróttagreinum sem hafa verið staðfest og viðkomandi sérsambönd/íþróttanefnd ÍSÍ hafa síðan valið keppendur í þau sæti og sent formlegt erindi til sviðsins vegna þessa. Eru það eftirfarandi keppendur:

Skotíþróttasamband Íslands     
Hákon Þór Svavarsson, skeet (haglabyssa)
Ásgeir Sigurgeirsson, loftskambyssa og frjáls skambyssa

Bogfiminefnd ÍSÍ                     
Eowyn Marie Alburo Mamalias, trissubogi

Fimleikasamband Íslands        
Agnes Suto, áhaldafimleikar kvenna

Í allt munu því sjö íslenskir keppendur taka þátt í fimm íþróttagreinum á leikunum.

Þá hafa sérsambönd tilnefnt flokksstjóra og þjálfara með keppendum. Þeir eru:

Badmintonsamband Íslands     Atli Jóhannesson Flokksstjóri/þjálfari
Skotíþróttasamband Íslands     Halldór Axelsson Flokksstjóri/þjálfari
Júdósamband Íslands               Jón Þór Þórarinsson Flokksstjóri/þjálfari
Bogfiminefnd ÍSÍ                     Guðmundur Örn Guðjónsson Flokksstjóri/þjálfari
Bogfiminefnd ÍSÍ                     Kelea Josephine Alexandra Quinn Þjálfari           
Fimleikasamband Íslands         Róbert Kristmannsson Flokksstjóri/Þjálfari
Fimleikasamband Íslands         Lajos Kiss Þjálfari


Aðalfararstjóri verður Andri Stefánsson, sviðsstjóri Afreks- og Ólympíusviðs ÍSÍ.

Vefsíðu Evrópuleikanna má sjá hér.

Evrópuleikarnir eru einnig á Facebook og Instagram @eoc_media

#EuropeanGames
#Minsk2019
#BrightYearBrightYou
#InspiringSportInEurope