Beint á efnisyfirlit síðunnar

Á döfinni

05.12.2024 - 05.12.2024

Fundur

Fundur verður haldinn í framkvæmdastjórn ÍSÍ...
25

Keppendur spenntir fyrir Smáþjóðaleikunum

23.05.2019

Í gær hittist hópurinn sem fer á Smáþjóðaleikana. Stuttur fundur um leikana fór fram í Laugardalshöll, en aðalfararstjóri leikanna, Örvar Ólafsson, fór yfir aðstæður í Svartfjallalandi með þátttakendum. Lárus L. Blöndal, forseti ÍSÍ, ávarpaði hópinn og óskaði keppendum góðs gengis á leikunum. Hver og einn þátttakandi fékk afhendan bakpoka með sínum Peak fatnaði, en gert er ráð fyrir að þátttakendur klæðist eins fatnaði við ferðalag til og frá Svartfjallalandi ásamt því að vera eins klædd á setningarhátíð leikanna. Hvert sérsamband fyrir sig sér síðan um keppnisfatnað fyrir sína keppendur. 

Nú eru aðeins tveir dagar þar til 184 manna hópur frá Íslandi leggur af stað á Smáþjóðaleikana í Svartfjallalandi. Það náðu ekki allir að sitja fundinn og taka við sínum fatnaði í gær, en meirihlutinn mætti og má sjá þennan glæsilega hóp fyrir framan Laugardalshöll.