Beint á efnisyfirlit síðunnar

Á döfinni

05.12.2024 - 05.12.2024

Fundur

Fundur verður haldinn í framkvæmdastjórn ÍSÍ...
24

Vika eftir af verkefninu Hjólað í vinnuna

21.05.2019

Skráðir þátttakendur Hjólað í vinnuna eru nú 6091, sem er fjölgun um tæplega 1800 manns frá því árið 2018, og er mesta þátttaka frá því árið 2015 þegar 6824 voru skráðir til leiks. 

Það er ennþá hægt að skrá sig til leiks og hægt er að skrá allan virkan ferðamáta aftur til fyrsta dags verkefnisins sem var 8. maí. Það er því alls ekki of seint að byrja núna og finna sér virkan ferðamáta til og frá vinnu og taka þátt í þessu skemmtilega verkefni með vinnufélögunum.

Upplýsingar um það hvernig þú skráir þig til leiks má finna hér á vefsíðu Hjólað í vinnuna og þar má einnig finna reglur keppninnar.

Síðasti dagur Hjólað í vinnuna er 28. maí 2019. 

Á myndinni má sjá liðið „Hjólastýring“ frá Arion banka.