Beint á efnisyfirlit síðunnar

Á döfinni

2

Hjólar þú í vinnuna? Skráðu þig til leiks

15.05.2019

Hjólað í vinnuna fer fram dagana 8. - 28. maí. Yfir 5700 þátttakendur eru skráðir til leiks og enn er hægt að skrá sig og alla hreyfingu aftur í tímann. ÍSÍ hvetur fólk til að ganga í lið á sínum vinnustað eða stofna lið og hvetja vinnufélagana áfram. Meginmarkmið Hjólað í vinnuna er að vekja athygli á virkum ferðamáta sem heilsusamlegum, hagkvæmum og umhverfisvænum samgöngumáta. Keppt er í átta flokkum um flesta þátttökudaga hlutfallslega miðað við heildarfjölda starfsmanna á vinnustöðum og í liðakeppni um flesta kílómetra. Aðalatriðið er að fá sem flesta með sem oftast, til að hjóla, ganga, taka strætó, nota línuskauta eða annan virkan ferðamáta. 

Vefsíða Hjólað í vinnuna.

Að skrá sig til leiks:

1. Smellt er á Innskráning efst í hægra horninu
2. Stofnaðu þinn eigin aðgang með því að skrá þig inn með Facebook eða búðu þér til notendanafn og lykilorð.
3. Velja má á milli þess að stofna vinnustað (þarf að gera ef vinnustaðurinn finnst ekki í fellilista) eða stofna/ganga í lið (þá er búið að stofna vinnustaðinn).
4. Skráningu lokið.

Ef upp koma vandamál við skráningu er hægt að hafa samband við Íþrótta- og Ólympíusamband Íslands í síma 514-4000 eða senda tölvupóst á netfangið hjoladivinnuna@isi.is.