Beint á efnisyfirlit síðunnar

Á döfinni

21

Ársþing STÍ - Stjórn helst óbreytt

24.04.2019

Ársþing Skotíþróttasambands Íslands (STÍ) var haldið í Íþróttamiðstöðinni í Laugardal þann 13. apríl sl. Fulltrúar tíu aðildarfélaga STÍ sóttu þingið. Stjórn sambandsins helst óbreytt. Formaður er áfram Halldór Axelsson. Aðrir í stjórn eru Jórunn Harðardóttir, Kjartan Friðriksson, Guðmundur Kr. Gíslason, Ómar Ö. Jónsson, Helga Jóhannsdóttir og Kristvin Ómar Jónsson. Reikningar sambandsins voru samþykktir einróma og var afkoma eftir áætlunum. Ein lagabreyting var samþykkt eftir töluverðar umræður og þurfa nú væntanlegir frambjóðendur að njóta stuðnings síns skotíþróttafélags til að geta boðið sig fram til stjórnarstarfa. Kosið var í fjölda nefnda. Hafsteinn Pálsson, ritari framkvæmdastjórnar ÍSÍ, var fulltrúi ÍSÍ á þinginu. Jón S. Ólason var þingforseti og hafði hann góða stjórn á fundarmönnum.