Beint á efnisyfirlit síðunnar

Á döfinni

05.12.2024 - 05.12.2024

Fundur

Fundur verður haldinn í framkvæmdastjórn ÍSÍ...
3

Ársþing UMSE

22.03.2019

Ungmennasamband Eyjafjarðar (UMSE) hélt 98. ársþing sitt í Þelamerkurskóla fimmtudaginn 21. mars sl. Þingið var ágætlega sótt en 34 þingfulltrúar voru mættir af 52 mögulegum. Þingforsetar voru þeir Árni Arnsteinsson og Ásgeir Már Hauksson og stjórnuðu þeir þinginu af röggsemi. Fjöldi tillagna lá fyrir þinginu og voru þær allar samþykktar, sumar eftir lítilsháttar breytingar eða viðbætur. Mesta umræðu fékk tillaga um reglugerð vegna vals á íþróttamanni UMSE. Meðal annarra tillagna má nefna hvatningu til aðildarfélaga UMSE um að gerast Fyrirmyndarfélög ÍSÍ hið fyrsta. UMSE var einmitt fyrsta íþróttahéraðið til að hljóta viðurkenningu sem Fyrirmyndarhérað ÍSÍ. Sigurður Eiríksson verður áfram formaður UMSE. Fulltrúar ÍSÍ á þinginu voru þeir Ingi Þór Ágústsson úr framkvæmdastjórn ÍSÍ og Viðar Sigurjónsson skrifstofustjóri ÍSÍ á Akureyri.