Beint á efnisyfirlit síðunnar

Á döfinni

26.07.2024 - 28.11.2019

París 2024

Ólympíuleikarnir fara fram í París í...
20.09.2024 - 21.09.2024

Ársþing SKÍ 2024

Ársþing Skíðasambands Íslands verður haldið...
22.10.2026 - 28.11.2019

YOG 2026 - Dakar

Ólympíuleikar ungmenna (YOG) fara fram í...
30

Svefninn dýrmætur

21.03.2019

Í gær, miðvikudaginn 20. mars, fór fram hádegisfundur um svefn og íþróttir í Íþróttamiðstöðinni í Laugardal. Dr. Erlingur Jóhannesson fjallaði um mikilvægi svefns og hvað á sér stað í líkamanum á meðan við sofum. Hann fjallaði m.a. um líkamsklukkuna og hormónið melatónín sem sér um að okkur syfjar á kvöldin og við séum vel vakandi á daginn. Dr. Sigríður Lára Guðmundsdóttir kynnti niðurstöður rannsókna á svefnvenjum ungra íslenskra sundmanna. Niðurstöðurnar sýna að ungir íslenskir sundmenn sofa alltof lítið að meðaltali og sérstaklega þegar að það eru morgunæfingar. Hrafnhildur Lúthersdóttir afrekskona í sundi talaði um sína reynslu af morgunæfingum í sundi og agann sem hún þurfti að hafa til að fara snemma að sofa. Fundurinn var haldinn í samstarfi ÍSÍ og deildar heilsueflingar, íþrótta og tómstunda innan menntavísindasviðs Háskóla Íslands. Vel var mætt á fundinn, en hann var einnig sýndur á fésbókarsíðu ÍSÍ.

Myndir með frétt