UMSS Fyrirmyndarhérað ÍSÍ
Ársþing Ungmennasambands Skagafjarðar (UMSS) var haldið í Húsi frítímans á Sauðárkróki þriðjudaginn 19. mars síðastliðinn. Alls voru 43 þingfulltrúar mættir af 60 mögulegum. Fjölmargar tillögur lágu fyrir þinginu og voru þær allar samþykktar, sumar með áorðnum breytingum í nefndum eða í þingsal. Stjórn UMSS var öll kjörin áfram til starfa fyrir sambandið.
ÍSÍ veitti UMSS viðurkenningu sem Fyrirmyndarhérað ÍSÍ á þinginu en sambandið hefur unnið að þeirri viðurkenningu síðustu misseri. Fulltrúar ÍSÍ á þinginu voru þeir Ingi Þór Ágústsson úr framkvæmdastjórn ÍSÍ og Viðar Sigurjónsson skrifstofustjóri ÍSÍ á Akureyri. Ingi Þór var auk þess 1. þingforseti.
Á myndunum eru Ingibjörg Klara Helgadóttir formaður UMSS með viðurkenninguna frá ÍSÍ til UMSS sem Fyrirmyndarhérað ÍSÍ og mynd af hluta stjórnar UMSS og framkvæmdastjóra lengst til vinstri ásamt Inga Þór í pontu.