Heiðranir á þingi HSK
18.03.2019
Á héraðsþingi HSK á Laugalandi þann 14. mars sl. voru tveir einstaklingar af sambandssvæði HSK heiðraðir af hálfu ÍSÍ fyrir þeirra störf fyrir hreyfinguna.
Valgerður Auðunsdóttir, Umf. Skeiðamanna, var sæmd Heiðurskrossi Íþrótta- og Ólympíusambands Íslands. Það var Hafsteinn Pálsson, ritari framkvæmdastjórnar ÍSÍ, sem afhenti Valgerði viðurkenninguna. Guðmunda Ólafsdóttir, Umf. Þjótanda, fékk einnig viðurkenningu frá ÍSÍ, en hún var sæmd Silfurmerki ÍSÍ.
Á meðfylgjandi myndum má sjá Hafstein ásamt Valgerði annars vegar og Guðmundu hins vegar.