Ársþing HSÞ - Jónas endurkjörinn
12. ársþing Héraðssambands Þingeyinga (HSÞ) var haldið í Skjólbrekku í Mývatnssveit sunnudaginn 10. mars sl. Alls voru 60 fulltrúar af 80 mættir á þingið en fjöldi mála lá fyrir þinginu. Miklar umræður sköpuðust um hluta tillagna en stærstu tillögurnar voru samþykktar án athugasemda eða með litlum breytingum. Þar má nefna nýjar siðareglur HSÞ og aðildarfélaga, nýja stefnu stjórnar sem ber nafnið „Æfum alla ævi“ og viðbragðsáætlun og verklagsreglur vegna aga-, ofbeldis-, og kynferðisbrota.
Jónas Egilsson var endurkjörinn formaður sambandsins með lófaklappi og íþróttamaður HSÞ var kjörinn Þórarinn Ragnarsson hestamaður. Jón Friðrik Benónýsson var sæmdur Gullmerki ÍSÍ á þinginu en hann hefur verið viðloðandi frjálsíþróttastarf hjá HSÞ nánast samfleytt í meira en hálfa öld. Kristján Stefánsson var sæmdur Silfurmerki ÍSÍ en hann hefur starfað fyrir allflest félög í Mývatnssveit í fjölda ára og hefur m.a. verið formaður Golfklúbbs Mývatnssveitar í 20 ár. Fulltrúi ÍSÍ á þinginu var Viðar Sigurjónsson skrifstofustjóri ÍSÍ á Akureyri.
Á mynd með fréttinni má sjá íþróttafólk ársins í ýmsum greinum sem stundaðar eru á félagsvæði HSÞ. Einnig má myndir af Jóni Friðriki og Kristjáni þegar Viðar afhenti þeim Gullmerki ÍSÍ og Silfurmerki ÍSÍ.