Beint á efnisyfirlit síðunnar

Á döfinni

22

Ólympíulið flóttafólks

06.03.2019

Næstu Ólympíuleikar fara fram í Tókýó 24. júlí til 9. ágúst 2020. Á leikunum munu 11.000 íþróttamenn keppa í 33 íþróttagreinum. Fimm íþróttagreinum hefur verið bætt við keppnisdagskrána frá síðustu leikum sem fóru fram í Ríó í Brasilíu 2016, en það eru hafnabolti og mjúkbolti, karate, hjólabretti, íþróttaklifur (sports climbing) og brimbrettabrun. Sjá má íþróttagreinarnar sem keppt verður í hér og dagskrá leikanna má sjá hér

Á þessum Ólympíuleikum verður lið skipað flóttafólki, rétt eins og raunin var á Ólympíuleikunum í Ríó. Alþjóðaólympíunefndin (IOC) tók þessa ákvörðun á 133. þingi þess í Buenos Aires í október 2018. IOC hefur falið Ólympíusamhjálpinni (Olympic Solidarity) það verkefni að koma á fót skilyrðum íþróttafólks fyrir þátttöku og skilgreina hvernig valið verður í liðið. 

Lukkudýr Ólympíuleikanna 2020 eru Miraitowa og Someity sem sjást á mynd með fréttinni.

Vefsíða leikanna.