Beint á efnisyfirlit síðunnar

Á döfinni

30

Afrekssjóður ÍSÍ styrkir Karatesamband Íslands

06.03.2019

Gengið hefur verið frá samningi Karatesambands Íslands og Afrekssjóðs ÍSÍ vegna styrkveitinga ársins 2019.

Karatesamband Íslands (KAÍ) flokkast sem B/Alþjóðlegt sérsamband samkvæmt flokkun Afrekssjóðs ÍSÍ fyrir árið 2019. Styrkveiting sjóðsins til KAÍ vegna verkefna ársins er 6,7 m.kr. en til samanburðar hlutu verkefni KAÍ árið 2018 styrk að upphæð 5.350.000 kr.

Fjölmörg alþjóðleg verkefni eru á dagskrá á árinu og má þar helst nefna EM fullorðinna sem fram fer á Spáni í mars og þá eru EM og HM unglinga meðal verkefna ársins. Sambandið sendir keppendur á alþjóðleg mót fullorðinna og unglinga víðsvegar í Evrópu og Norður-Ameríku og gefa þau stig á heimslista alþjóðasambandsins. Karate er nú ein af keppnisgreinunum á Sumarólympíuleikunum í Tókýó 2020.

Það voru þau Reinharð Reinharðsson, formaður KAÍ og María Jensen, gjaldkeri KAÍ sem undirrituðu samninginn fyrir hönd KAÍ og þau Lilja Sigurðardóttir, formaður stjórnar Afrekssjóðs ÍSÍ og Andri Stefánsson, sviðsstjóri Afreks- og Ólympíusviðs ÍSÍ fyrir hönd Afrekssjóðs ÍSÍ.