Beint á efnisyfirlit síðunnar

Á döfinni

26

Ársþing Glímusambands Íslands

05.03.2019

Ársþing Glímusambands Íslands (GLÍ) fór fram laugardaginn 2. mars sl. Þingið gekk vel fyrir sig og meðal þess sem var rætt um var staða glímunnar og hugmyndir um hvernig hægt er að bæta hana með t.d. keppni á dýnum í fullorðinsflokki. Þinggerðina má sjá hér

Breytingar urðu á stjórn GLÍ, en Jóhanna Guðrún S. Magnúsdóttir gaf ekki kost á sér til áframhaldandi stjórnarsetu og kom Ásmundur Hálfdán Ásmundsson nýr inn í stjórn. Jana Lind Ellertsdóttir og Hjörtur Elí Steindórsson komu ný inn í varastjórn.Eftirfarandi aðilar eru í stjórn GLÍ:

Svana Hrönn Jóhannsdóttir, formaður
Marín Laufey Davíðsdóttir
Margrét Rún Rúnarsdóttir
Guðmundur Stefán Gunnarsson
Ásmundur Hálfdán Ásmundsson

Varastjórn:
Gunnar Gústav Logason
Jana Lind Ellertsdóttir
Hjörtur Elí Steindórsson

Stjórnin skiptir með sér verkum á stjórnarfundi sem fer fram á næstu dögum. Hafsteinn Pálsson ritari framkvæmdastjórnar ÍSÍ var fulltrúi ÍSÍ á þinginu.

Ársskýrslu með undirrituðum ársreikningi sambandsins má skoða hér.