Beint á efnisyfirlit síðunnar

Á döfinni

05.12.2024 - 05.12.2024

Fundur

Fundur verður haldinn í framkvæmdastjórn ÍSÍ...
24

Sarajevo 2019 - Fjórða keppnisdegi lokið

14.02.2019

Nú er fjórða keppnisdegi lokið á Vetrarólympíuhátíð Evrópuæskunnar.

Í snjóbrettakeppni dagsins (big air) áttum við fjóra keppendur; Baldur Vilhelmsson, Birki Þór Arason, Bjarka Arnarsson og Kolbein Þór Finnsson. Í forkeppninni voru tveir riðlar. Bjarki og Birkir Þór urðu í 16. og 17. sæti í sínum riðli. Kolbeinn Þór var í 21. sæti hins riðilsins, þar varð Baldur Vilhelmsson sigurvegari með 90,33 stig. Sex efstu úr hvorum riðli komust áfram. Í úrslitunum varð Baldur Vilhelmsson í fjórða sæti með 165 stig aðeins 4,25 stigum frá verðlaunasæti. Heildarúrslit keppninnar má finna hér

Í stórsvigi drengja kepptu þeir Andri Gunnar Axelsson og Aron Máni Sverrisson. Aron Máni varð í sæti 58. af þeim 77. sem luku keppni í greininni. Andri Gunnar féll úr leik í seinni umferð. Heildarúrslit stórsvigskeppninnar má finna hér

Marta María Jóhannsdóttir keppir á listskautum (frjálsar æfingar). Varð Marta María í 21. sæti með 104,29 stig. Úrslit frjálsra æfinga kvenna má finna hér.

Egill Bjarni Gíslason, Jakob Daníelsson, Kolfinna Íris Rúnarsdóttir og Fanney Rún Stefánsdóttir kepptu öll í sprettgöngu í dag. Kolfinna Íris varð í 60. sæti og Fanney Rún í sæti 65. af þeim 78 stúlkum sem luku keppni í undanriðlum sprettgöngunnar í dag. Hjá drengjunum luku 90 drengir keppni. Egill Bjarni varð í 69. sæti og Jakob í sæti 74. Úrslit undanriðlanna hjá stúlkunum má finna hér og hjá drengjunum hér.

Öll úrslit má sjá hér á vefsíðu EYOF 2019.

Hægt er að fylgjast með íslenskum þátttakendum á hátíðinni í gegnum miðla ÍSÍ:

Vefsíða ÍSÍ
Facebook ÍSÍ
Instagram ÍSÍ
SnapChat ÍSÍ (á meðan á hátíðinni stendur): isiiceland

Vefsíða leikanna
Facebook síða leikanna

#eyof2019 #sarajevo #eastsarajevo

Myndir með frétt