Beint á efnisyfirlit síðunnar

Á döfinni

05.12.2024 - 05.12.2024

Fundur

Fundur verður haldinn í framkvæmdastjórn ÍSÍ...
27

OR tekur þátt í Lífshlaupinu

07.02.2019

Lífshlaupið, heilsu- og hvatningarverkefni ÍSÍ, hófst þann 6. febrúar sl. Markmiðið með verkefninu er að hvetja almenning til daglegrar hreyfingar þar sem farið er eftir ráðleggingum Embættis landlæknis um hreyfingu. Fyrirtæki hafa mörg hver tekið þátt í Lífshlaupinu í gegnum árin og er Orkuveita Reykjavíkur þeirra á meðal. Starfsfólk Almenningsíþróttasviðs ÍSÍ heimsótti Orkuveitu Reykjavíkur fyrir stuttu og hélt stutta kynningu fyrir starfsfólk OR og fékk í leiðinni að sjá aðstöðu sem í boði er fyrir starfsfólk. Orkuveita Reykjavíkur hefur til umráða glæsilega æfinga- og slökunar aðstöðu fyrir starfsfólk sitt. Einnig er glæsileg geymslu aðstaða fyrir hjól ásamt viðgerðar- og þvottastöð þar sem hver og einn getur dittað að hjóli sínu. Þann dag sem starfsfólk ÍSÍ heimsótti OR voru um 50 manns sem höfðu komu hjólandi í vinnuna. ÍSÍ hvetur önnur fyrirtæki til þess að koma upp æfingaaðstöðu og hjólageymslum fyrir starfsfólk sitt og taka þátt í verkefnum eins og Lífshlaupinu. Auðvelt er að skrá sig til leiks og vera með og hægt er að skrá sig alveg fram á síðasta dag í vinnustaðakeppninni sem er 26. febrúar. Öll hreyfing telur með svo lengi sem það nær samtals 30 mínútum á dag hjá fullorðnum og 60 mínútum á dag hjá börnum og unglingum.

Á meðan á Lífshlaupinu stendur eru allir hvattir til að deila myndum af þátttöku sinni í gegnum vefsíðu Lífshlaupsins og einnig á Facebook eða Instagram með myllumerkinu #lifshlaupid og #lífshlaupið. Allir myndasmiðir fara í lukkupott í myndaleik Lífshlaupsins og eiga möguleika á að vera dregnir út og vinna flotta vinninga. Þá verða einnig flottustu myndirnar verðlaunaðar sérstaklega í lok keppninnar og því er um að gera að taka myndarlega á því við myndasmíðina.

Vefsíða Lífshlaupsins

ÍSÍ óskar ykkur góðs gengis og gleði í Lífshlaupinu 2019.

Myndir með frétt