Beint á efnisyfirlit síðunnar

Á döfinni

05.12.2024 - 05.12.2024

Fundur

Fundur verður haldinn í framkvæmdastjórn ÍSÍ...
27

Vetrarólympíuhátíð Evrópuæskunnar í Sarajevo

05.02.2019

Vetrarólympíuhátíð Evrópuæskunnar er nú haldin í fjórtánda sinn, að þessu sinni í Sarajevó og austur-Sarajevó í Bosníu-Hersegóvínu frá 9.-16. febrúar n.k. Keppnisgreinar á leikunum eru alpagreinar, skíðaskotfimi, skíðaganga, íshokkí, skautahlaup, listskautar, krulla og snjóbrettagreinar. Lukkudýr hátíðarinnar er Groodvy sem á íslensku þýðir „Snjóbolti“. Aðdáendur samfélagsmiðla Ólympíuhátíðarinnar fengu að velja lukkudýrið úr þremur tillögum og var tillagan um Snjóbolta vinsælust. Keppendur hátíðarinnar koma frá 46 Evrópuþjóðum og verða yfir eitt þúsund talsins. Íslendingar munu eiga 13 keppendur á hátíðinni, auk þjálfara og flokksstjóra, dómara, sjúkraþjálfara og aðalfararstjóra. Eftirtaldir munu taka þátt í leikunum fyrir Íslands hönd.

Alpagreinar
Aðalbjörg Lillý Hauksdóttir Keppandi
Andri Gunnar Axelsson Keppandi 
Aron Máni Sverrisson Keppandi
Guðfinna Eir Þorleifsdóttir Keppandi
Helga Björk Árnadóttir Þjálfari
Magnús Finnsson Flokksstjóri og þjálfari

Snjóbretti
Baldur Vilhelmsson Keppandi
Birkir Þór Arason Keppandi
Bjarki Arnarsson Keppandi
Kolbeinn Þór Finnsson Keppandi
Einar Rafn Stefánsson Flokksstjóri og þjálfari

Listskautar
Marta María Jóhannsdóttir Keppandi
Darja Zajcenko Flokksstjóri og þjálfari
María Fortescue Dómari

Skíðaganga
Egill Bjarni Gíslason Keppandi
Fanney Rún Stefánsdóttir Keppandi
Jakob Daníelsson Keppandi
Kolfinna Íris Rúnarsdóttir Keppandi
Vadim Gusev Flokksstjóri og þjálfari
Tormod Vatten Þjálfari

Í fararstjórn á vegum ÍSÍ verða eftirtaldir:
Örvar Ólafsson fararstjóri
Mundína Ásdís Kristinsdóttir sjúkraþjálfari

Ólympíuhátíðin er sett með athöfn sem nær hámarki þegar Ólympíueldur er tendraður og hátíðinni lýkur með lokaathöfn og skemmtun. Hátíðin hefur verið mikilvæg fyrir ungt íþróttafólk álfunnar í gegnum tíðina. Margir af fyrri keppendum á hátíðinni hafa síðar náð alla leið á efsta getustigi í sínum greinum.

Hægt verður að fylgjast með íslenskum þátttakendum á hátíðinni í gegnum miðla ÍSÍ:
Vefsíða ÍSÍ
Facebook ÍSÍ
Instagram ÍSÍ
SnapChat ÍSÍ (á meðan á hátíðinni stendur): isiiceland

Vefsíða leikanna

#eyof2019 #sarajevo #eastsarajevo

Myndir með frétt