Beint á efnisyfirlit síðunnar

Á döfinni

05.12.2024 - 05.12.2024

Fundur

Fundur verður haldinn í framkvæmdastjórn ÍSÍ...
27

ÍSÍ á afmæli í dag

28.01.2019

Íþrótta- og Ólympíusamband Íslands - ÍSÍ, fagnar 107 ára afmæli sínu  í dag 28. janúar 2019 en sambandið var stofnað þann dag í Bárubúð árið 1912. Alls mættu 25 fulltrúar frá sjö félögum á stofnfund sambandsins en það voru fulltrúar frá Reykjavíkurfélögunum Glímufélaginu Ármanni, Íþróttafélaginu Kára, Íþróttafélagi Reykjavíkur, Knattspyrnufélaginu Fram, Knattspyrnufélagi Reykjavíkur, Umf. Reykjavíkur og Umf. Iðunni. Að auki var á fundinum lögð fram ósk frá fimm félögum í viðbót að gerast stofnfélagar sambandins. Það voru félögin Skautafélag Reykjavíkur, Sundfélagið Grettir og Akureyrarfélögin Íþróttafélagið Grettir, Glímufélagið Héðinn og Umf. Akureyrar. Axel Tulinius var kosinn fyrsti forseti ÍSÍ.

ÍSÍ óskar íþróttahreyfingunni og landsmönnum öllum til hamingju með 107 ára afmælið.