Beint á efnisyfirlit síðunnar

Á döfinni

26

Skráning í Lífshlaupið í fullum gangi

21.01.2019

Skráning er í fullum gangi fyrir Lífshlaupið 2019. Keppnin stendur yfir frá 6. - 26. febrúar fyrir vinnustaði og frá 6. - 19. febrúar fyrir grunn- og framhaldsskóla.

Á meðan á Lífshlaupinu stendur eru allir hvattir til að deila myndum af þátttöku sinni í gegnum vefsíðu Lífshlaupsins hér og einnig á Facebook eða Instagram með myllumerkinu #lifshlaupid. Allir myndasmiðir fara í lukkupott í myndaleik Lífshlaupsins og eiga möguleika á að vera dregnir út og vinna flotta vinninga. Þá verða einnig flottustu myndirnar verðlaunaðar sérstaklega í lok keppninnar og því er um að gera að taka myndarlega á því við myndasmíðina.