Beint á efnisyfirlit síðunnar

Á döfinni

05.12.2024 - 05.12.2024

Fundur

Fundur verður haldinn í framkvæmdastjórn ÍSÍ...
23

Sigmar Hákonarson Íþróttamaður Hattar

08.01.2019

Íþróttamaður Hattar var kjörinn í 31. skipti þann 6. janúar sl. og var það körfuboltamaðurinn Sigmar Hákonarson sem hlaut þann titil. Sigmar er góður íþróttamaður og flott fyrirmynd fyrir aðra iðkendur. Hann leggur sig allan fram í æfingum og öðrum verkefnum sem koma til innan Hattar, s.s. fjáröflunum og vinnu í kringum leiki yngri flokka. Sigmar hefur verið einn af lykilleikmönnum Hattar síðustu árin en hann á alls 181 leik fyrir félagið síðan 2011. Á síðasta tímabili skoraði Sigmar 8 stig að meðaltali í leik, auk þess að taka 3 fráköst og gefa 3 stoðsendingar. Það var Björn Ingimarsson, bæjarstjóri Fljótsdalshéraðs, ásamt formanni Hattar, Davíð Þór Sigurðarsyni, sem sáu um afhendinguna.

Í öðrum greinum voru eftirtaldir einstaklingar útnefndir:
Fimleikamaður: Lísbet Eva Halldórsdóttir
Frjálsíþróttamaður: Friðbjörn Árni Sigurðarson
Knattspyrnumaður: Kristófer Einarsson

Eftir afhendingu á viðurkenningu Íþróttamanns Hattar fór fram glæsileg flugeldasýning sem Björgunarsveitin á Héraði sá um að framkvæma og einnig tók Lúðrasveit Fljótsdalshéraðs nokkur lög.

 

Myndir með frétt