Beint á efnisyfirlit síðunnar

Á döfinni

05.12.2024 - 05.12.2024

Fundur

Fundur verður haldinn í framkvæmdastjórn ÍSÍ...
23

Perla Ruth Albertsdóttir íþróttamaður USVH 2018

04.01.2019
Íþróttamaður USVH (Ungmennasambands Vestur-Húnavatnssýslu) árið 2018 var kjörinn Perla Ruth Albertsdóttir handknattleikskona frá Eyjanesi í Hrútafirði, leikmaður Selfoss og íslenska kvennalandsliðsins í handknattleik. Í öðru sæti varð Helga Una Björnsdóttir hestaíþróttakona hjá Þyt og í þriðja sæti Salbjörg Ragna Sævarsdóttir körfuknattleikskona hjá Keflavík. Kjöri íþróttamanns USVH var lýst í Íþróttamiðstöðinni á Hvammstanga þann 28. desember 2018.
Perla Ruth æfir og spilar handknattleik með UMF. Selfoss í Olís deildinni þar sem liðið endaði í 6. sæti deildarinnar í vor sem er besti árangur liðsins í sögu félagsins og var Perla í stóru hlutverki í liðinu í vörn og sókn. Perla endaði það tímabil með 105 mörk í 19 leikjum ásamt því að fiska mikið af vítaköstum og vera lykilleikmaður í varnarleik liðsins. Perla komst einnig með liði Selfoss í 8 liða úrslit bikarkeppni HSÍ. Selfoss situr nú í 8. sæti Olís deildarinnar og hefur Perla spilað nánast hverja mínútu liðsins ásamt því að vera búin að skora 60 mörk í þeim 10 leikjum sem eru búnir. Perla er einn af þremur fyrirliðum liðsins þetta tímabilið. Að loknum 10 umferðum í Olís deildinni hefur Perla verið valin oft í lið umferðarinnar í uppgjörsþættinum Seinni bylgjan á Stöð2 sport ásamt því að vera í 6. sæti á lista yfir sterkustu leikmenn deildarinnar út frá tölfræðiforritinu HB statz. Einnig er hún einn af 9 leikmönnum deildarinnar sem hefur fengið svokallaða tíu í einkunn fyrir sinn sóknarleik í einum leik. Perla var valin í æfingahóp A-landsliðsins í janúar 2018 og hefur tekið þátt í 7 landsliðsverkefnum á árinu. Þetta er í annað sinn sem Perla Ruth hlýtur titilinn íþróttamaður USVH og einnig hlaut hún titilinn íþróttamaður Árborgar í annað sinn í desember.

Íþróttamenn USVH geta orðið þeir íþróttamenn 16 ára og eldri sem lögheimili eiga í Húnaþingi vestra eða keppa undir merkjum aðildarfélaga innan USVH. Það eru stjórnarmenn í aðildarfélögum USVH og stjórn USVH sem kjósa íþróttamanninn.