Beint á efnisyfirlit síðunnar

Á döfinni

01.11.2024 - 30.11.2024

Syndum

Verkefnið Syndum hefst 1. nóvember og stendur...
30

Kraftlyftingasamband Íslands hlýtur styrk úr Afrekssjóði ÍSÍ

28.11.2018
Gengið hefur verið frá samningi Kraftlyftingasambands Íslands og Afrekssjóðs ÍSÍ vegna styrkveitinga ársins 2018.
 
Kraftlyftingasamband Íslands (KRA) flokkast sem A/Afrekssérsamband samkvæmt flokkun Afrekssjóðs ÍSÍ fyrir árið 2018. Heildarstyrkveiting sjóðsins til KRA vegna verkefna ársins er 14.600.000 kr. en til samanburðar þá hlutu verkefni KRA árið 2017 styrk að upphæð 12.600.000 kr. frá Afrekssjóði ÍSÍ.
 
Íslenskir keppendur á vegum sambandsins hafa tekið þátt í fjölmörgum alþjóðlegum mótum á árinu og unnið til fjölda verðlauna á þeim mótum. Meðal helstu afreka má nefna heimsmet Júlíans J.K. Jóhannssonar í réttstöðulyftu sem hann setti á HM í kraftlyftingum nýverið. Auk þess hafa íslenskir keppendur í öllum aldursflokkum staðið sig frábærlega og þá vann Viktor Samúelsson til gullverðlauna í bekkpressu á EM og Fanney Hauksdóttir vann silfur á EM í klassískri bekkpressu. Innra starf sambandsins hefur einnig verið byggt upp á síðustu árum og mörg stór verkefni eru á döfinni á næstunni.
 
Það voru þær Hulda Elsa Björgvinsdóttir, formaður KRA og Erla Kristín Árnadóttir, varaformaður KRA, sem undirrituðu samninginn fyrir hönd KRA og þau Lilja Sigurðardóttir, formaður stjórnar Afrekssjóðs ÍSÍ og Andri Stefánsson, sviðsstjóri Afreks- og Ólympíusviðs ÍSÍ fyrir hönd Afrekssjóðs ÍSÍ.