Beint á efnisyfirlit síðunnar

Á döfinni

05.12.2024 - 05.12.2024

Fundur

Fundur verður haldinn í framkvæmdastjórn ÍSÍ...
23

Fimleikasamband Íslands hlýtur styrk úr Afrekssjóði ÍSÍ

27.11.2018
Í tengslum við Formannafund ÍSÍ á dögunum var gengið frá samningi Fimleikasambands Íslands og Afrekssjóðs ÍSÍ vegna styrkveitinga ársins 2018.
 
Fimleikasamband Íslands (FSÍ) flokkast sem A/Afrekssérsamband samkvæmt flokkun Afrekssjóðs ÍSÍ fyrir árið 2018. Heildarstyrkveiting sjóðsins til FSÍ vegna verkefna ársins er 37.400.000 kr. sem er töluverð aukning á milli ára en til samanburðar þá hlutu verkefni FSÍ árið 2017 styrk að upphæð 15.950.000 kr. frá Afrekssjóði ÍSÍ.
 
Fjölmörg stór verkefni hafa verið á dagskrá FSÍ á árinu og má nefna Evrópumót í hópfimleikum, Heimsmeistaramót, Evrópumót og heimsbikarmót í áhaldafimleikum, þátttöku í Ólympíuleikum ungmenna, auk fleiri alþjóðlegra móta og æfingabúða erlendis. Á Evrópumótinu í hópfimleikum komu íslensku liðin heim með þrenn verðlaun og voru öll lið í úrslitum mótsins. Þá náði Valgarð Reinhardsson tímamótaárangri þegar hann hann komst í úrslit á stökki á EM fyrstur Íslendinga. Ágætisárangur hefur einnig náðst á öðrum mótum sem FSÍ hefur tekið þátt í á árinu.
 
Það voru þau Arnar Ólafsson, fomaður FSÍ og Sólveig Jónsdóttir, framkvæmdastjóri FSÍ, sem undirrituðu samninginn fyrir hönd FSÍ og þau Lilja Sigurðardóttir, formaður stjórnar Afrekssjóðs ÍSÍ og Andri Stefánsson, sviðsstjóri Afreks- og Ólympíusviðs ÍSÍ fyrir hönd Afrekssjóðs ÍSÍ.