Beint á efnisyfirlit síðunnar

Á döfinni

05.12.2024 - 05.12.2024

Fundur

Fundur verður haldinn í framkvæmdastjórn ÍSÍ...
21

Skíðasamband Íslands hlýtur styrk úr Afrekssjóði ÍSÍ

07.11.2018

Afrekssjóður ÍSÍ tók upp nýtt fyrirkomulag á árinu og hafa sérsambönd hlotið styrki úr sjóðnum. Samningur Skíðasambands Íslands og Afrekssjóðs ÍSÍ vegna styrkveitinga ársins var undirritaður í gær. 

Skíðasamband Íslands (SKÍ) flokkast sem B/Alþjóðlegt sérsamband samkvæmt flokkun Afrekssjóðs ÍSÍ fyrir árið 2018. Heildarstyrkveiting sjóðsins til SKÍ vegna verkefna ársins er 18.250.000 kr. og er hækkun á styrkupphæð frá síðasta ári þar sem verkefni SKÍ hlutu styrk að upphæð 15.300.000 kr. 

SKÍ heldur úti afreksstarfi í þremur íþróttagreinum, þ.e. alpagreinum, skíðagöngu og snjóbrettum og hefur verið að efla umgjörð afreksstarf gagnvart þessum greinum, m.a. með því að ráða afreksstjóra fyrr á árinu. Mörg verkefni hafa verið á döfinni hjá SKÍ á þessu ári og ber eflaust hæst þátttaka á Vetrarólympíuleikunum í PyeongChang í febrúar, en einnig var fjölmennur hópur sem fór á HM unglinga í alpagreinum. Keppendur SKÍ hafa keppt á fjölmörgum FIS mótum og í álfukeppnum víða um heim og unnið til verðlauna á slíkum mótum á árinu.  

Það voru þeir Einar Þór Bjarnason, formaður SKÍ og Jón Viðar Þorvaldsson, framkvæmdastjóri SKÍ sem undirrituðu samninginn fyrir hönd SKÍ og þau Lilja Sigurðardóttir, formaður stjórnar Afrekssjóðs ÍSÍ og Andri Stefánsson, sviðsstjóri Afreks- og Ólympíusviðs ÍSÍ fyrir hönd Afrekssjóðs ÍSÍ.