Beint á efnisyfirlit síðunnar

Á döfinni

21

Uppselt á íþróttaráðstefnu ÍSÍ og UMFÍ

02.11.2018

„Það er frábært að sjá hvað þjálfarar, fólk í stjórnum íþróttafélaga og íþróttafólk sýnir ráðstefnunni mikinn áhuga. Það sýnir að við erum á réttri leið og fólk vill fræðast um og innleiða jákvæða menningu í íþróttum. Alltaf er hægt að bæta gott starf,“ segir Ragnhildur Skúladóttir, sviðsstjóri Þróunar- og fræðslusviðs ÍSÍ. 

Uppselt er á ráðstefnuna „Jákvæð íþróttamenning“ sem verður í Háskólanum í Reykjavík í dag föstudaginn 2. nóvember á milli klukkan 13:00-16:00.

Ráðstefnan er haldin á vegum ÍSÍ og UMFÍ í samvinnu við Háskólann í Reykjavík undir merkjum verkefnisins Sýnum karakter sem ÍSÍ og UMFÍ standa saman að. Áherslan á ráðstefnunni verður á félagslegar og sálrænar hliðar íþrótta og rætt um leiðir til að byggja upp jákvæða menningu í íþróttastarfinu.

Á ráðstefnunni verða sjö fyrirlesarar. Þar á meðal er íþróttasálfræðingurinn dr. Chris Harwood. Hann mun jafnframt stýra vinnustofu alla helgina með dr. Karl Steptoe, íþróttasálfræðingi sem m.a. vinnu fyrir enska úrvalsdeildarliðið Leicester City. Liðið átti lengi erfitt uppdráttar en þykir nú til fyrirmyndar. Enn eru laus pláss í vinnustofuna. Vinnustofan er hugsuð fyrir yfirþjálfara eða reynslumikla þjálfara sem eru í því að móta starf deildarinnar eða félagsins, óháð íþróttagrein.

Meira um ráðstefnuna og miðar á vinnustofuna hér.

Dagskráin á ráðstefnunni

• Dr. Viðar Halldórsson, dósent í félagsfræði við Háskóla Íslands: Að byggja grunnstoðirnar
• Markús Máni Michaelsson Maute: Sportabler, leikni í lífi og starfi
• Ása Inga Þorsteinsdóttir, framkvæmdastjóri Stjörnunnar
• Charlotte Ovefelt, jafnréttisráðgjafi IF Brommapojkarna: Staðalímyndir og viðhorf innan íþróttafélaga
• Karl Ágúst Hannibalsson, körfuknattleiksþjálfari FSu: Að stefna í sömu átt
• Jóhannes Guðlaugsson, yfirþjálfari knattspyrnu ÍR: Að nota verkfærakistuna í markvissan hátt
• Dr. Chris Harwood, íþróttasálfræðingur og professor við Loughboough háskóla: Performance, development and Health in Young Athletes: Integrating the 5C’s approach