Handknattleikssamband Íslands hlýtur styrk úr Afrekssjóði ÍSÍ
02.11.2018
Afrekssjóður ÍSÍ tók upp nýtt fyrirkomulag á árinu og hafa fjölmörg sérsambönd hlotið styrki úr sjóðnum. Samningur Handknattleikssambands Íslands og Afrekssjóðs ÍSÍ vegna styrkveitinga ársins var undirritaður á dögunum.
Handknattleikssamband Íslands (HSÍ) flokkast sem A/Afrekssérsamband samkvæmt flokkun Afrekssjóðs ÍSÍ fyrir árið 2018. Heildarstyrkveiting sjóðsins til HSÍ vegna verkefna ársins er 51.600.000 kr. og er töluverð hækkun á styrkupphæð frá síðasta ári þar sem verkefni HSÍ hlutu styrk að upphæð 41.500.000 kr.
Umfang afreksstarfs HSÍ hefur verið umfangsmikið á árinu og 9 landsliðshópar hafa verið í verkefnum. A-landslið karla keppti á lokamóti EM í byrjun árs og tryggði sér inn á lokamót HM 2019 sem fram fer í Þýskalandi og Danmörku í byrjun næsta árs.
A-landslið kvenna keppti í undankeppni EM og náði ekki að komast í lokamótið.
Af verkefnum yngri landsliða má sérstaklega nefna árangur U-18 landsliðs karla sem lék til úrslita á EM og tryggði sér um leið sæti á HM 2019 og á EM 2020.
Það voru þeir Guðmundur B. Ólafsson, formaður HSÍ og Róbert Geir Gíslason, framkvæmdastjóri HSÍ sem undirrituðu samninginn fyrir hönd HSÍ og þau Lilja Sigurðardóttir, formaður stjórnar Afrekssjóðs ÍSÍ og Andri Stefánsson, sviðsstjóri Afreks- og Ólympíusviðs ÍSÍ fyrir hönd Afrekssjóðs ÍSÍ.
Afrekssjóður ÍSÍ tók upp nýtt fyrirkomulag á árinu og hafa fjölmörg sérsambönd hlotið styrki úr sjóðnum. Samningur Handknattleikssambands Íslands og Afrekssjóðs ÍSÍ vegna styrkveitinga ársins var undirritaður á dögunum.
Handknattleikssamband Íslands (HSÍ) flokkast sem A/Afrekssérsamband samkvæmt flokkun Afrekssjóðs ÍSÍ fyrir árið 2018. Heildarstyrkveiting sjóðsins til HSÍ vegna verkefna ársins er 51.600.000 kr. og er töluverð hækkun á styrkupphæð frá síðasta ári þar sem verkefni HSÍ hlutu styrk að upphæð 41.500.000 kr.
Umfang afreksstarfs HSÍ hefur verið umfangsmikið á árinu og 9 landsliðshópar hafa verið í verkefnum. A-landslið karla keppti á lokamóti EM í byrjun árs og tryggði sér inn á lokamót HM 2019 sem fram fer í Þýskalandi og Danmörku í byrjun næsta árs.
A-landslið kvenna keppti í undankeppni EM og náði ekki að komast í lokamótið.
Af verkefnum yngri landsliða má sérstaklega nefna árangur U-18 landsliðs karla sem lék til úrslita á EM og tryggði sér um leið sæti á HM 2019 og á EM 2020.
Það voru þeir Guðmundur B. Ólafsson, formaður HSÍ og Róbert Geir Gíslason, framkvæmdastjóri HSÍ sem undirrituðu samninginn fyrir hönd HSÍ og þau Lilja Sigurðardóttir, formaður stjórnar Afrekssjóðs ÍSÍ og Andri Stefánsson, sviðsstjóri Afreks- og Ólympíusviðs ÍSÍ fyrir hönd Afrekssjóðs ÍSÍ.