Beint á efnisyfirlit síðunnar

Á döfinni

05.12.2024 - 05.12.2024

Fundur

Fundur verður haldinn í framkvæmdastjórn ÍSÍ...
4

YOG:Sjöundi keppnisdagur

12.10.2018

Hulda Clara Ingvarsdóttir og Ingvar Andri Magnússon kepptu í blandaðri keppni í golfi. Leikið var með fjórbolta fyrirkomulagi. Léku þau á 68 höggum sem setur þau í 26 sæti að loknum einum keppnisdegi af þremur í blönduðu keppninni.

 

Í frjálsíþróttakeppninni hljóp Guðbjörg Jóna Bjarnadóttir á tímanum 23,55 sem var besti tími keppninnar. Er árangurinn Íslandsmet í greininni og aldursflokkamet í flokkum 16-22 ára. Seinni umferð 200 metra hlaupsins fer fram á þriðjudaginn. Samanlagður tími úr báðum umferðum mun ráða úrslitum í hlaupinu. Fleiri myndir fra hlaupi Gudbjargar Jonu ma finna her

 

Á morgun sunnudag er komið að öðrum keppnisdegi í blönduðu liðakeppninni í golfi og Valdimar Hjalti kastar í annarri umferð kringlukastkeppninnar. Í fyrstu umferðinni varð Valdimar Hjalti í sjötta sæti með 54,46m kast.  

Myndir með frétt