YOG: Þriðji keppnisdagur
Þá er þriðja keppnisdegi lokið á Ólympíuleikum ungmenna í Buenos Aires. Brynjólfur Óli Karlsson synti í 50 m. baksundi á tímanum 28,09. Brynjólfur endaði í 28 sæti í keppninni. Í 100m bringusundi stúlkna synti Karen Mist Arngeirsdóttir á tímanum 1:15,43 og endaði hún í 42. sæti í keppninni.
Keppni hófst í höggleik í golfi. Að loknum fyrsta degi af þremur er Hulda Clara Gestsdóttir á 11 höggum yfir pari vallarins í 25 sæti. Ingvar Andri Magnússon er í 16 sæti á +4. Erfiður vindur var á vellinum í dag sem setti mark sitt á skor keppenda.
Í áhaldafimleikum keppti Martin Bjarni á tvíslá. Einkunn hans var 11,233 sem var 33 besta einkunn keppninnar. Í fjölþrautinni er Martin Bjarni í 20 sæti með 60.582 stig.
Á morgun miðvikudag keppir Snæfríður Sól í 200m. skriðsundi, Ingvar Andri og Hulda Clara halda áfram keppni í golfinu og Martin Bjarni keppir á svifrá sem er síðasta greinin í fjölþrautinni.