Beint á efnisyfirlit síðunnar

Á döfinni

05.12.2024 - 05.12.2024

Fundur

Fundur verður haldinn í framkvæmdastjórn ÍSÍ...
24

Senegal - gestgjafi Ólympíuleika ungmenna 2022

09.10.2018

4. Sumarólympíuleikar ungmenna verða haldnir í Dakar í Senegal árið 2022. Alþjóðaólympíunefndin tók ákvörðun um staðsetningu leikanna á fundi nefndarinnar í Buenos Aires í dag en þetta verður í fyrsta skipti sem Ólympíuleikar ungmenna verða haldnir í Afríku. Yfirvöld í Senegal vonast til að með verkefninu verði stuðlað að frekari þróun og uppbyggingu íþrótta í landinu og þátttöku ungmenna í íþróttum. Viðburðir leikanna fara fram í þremur borgum í Senegal; í höfuðborginni Dakar, borginni Diamniadio og Saly. Fjögur lönd í Afríku voru í framboði sem gestgjafar leikanna, þ.e. Botswana, Nígería, Senegal og Túnis en Senegal þótti skara fram úr að þessu sinni, ekki síst þegar litið var til langtímamarkmiða verkefnisins, sýn, tækni og metnaðs.