Beint á efnisyfirlit síðunnar

Á döfinni

22

Ólympíuleikar ungmenna settir

06.10.2018

Ólympíuleikar ungmenna 2018 verða settir í kvöld í Buenos Aires í Argentínu. Lokahátíð leikanna fer fram kvöldið 18. október. Ólympíuleikar ungmenna eru ætlaðir fyrir ungt íþróttafólk á aldrinum 15 til 18 ára. Á leikunum er keppt í 32 íþróttagreinum, bæði hefðbundnum sem og nýstárlegri greinum. Í fyrsta sinn á Ólympískum viðburði eru jafn margir kvenkyns og karlkyns keppendur.

Eftirtaldir keppendur og flokksstjórar/þjálfarar taka þátt í leikunum fyrir hönd síns sérsambands.


Fimleikar 
Martin Bjarni Guðmundsson keppandi – fjölþraut drengja
Róbert Kristmannsson flokksstjóri/þjálfari

Frjálsíþróttir
Elísabet Rut Rúnarsdóttir keppandi – sleggjukast
Guðbjörg Jóna Bjarnadóttir keppandi – 200m. hlaup
Valdimar Hjalti Erlendsson keppandi – kringlukast
Brynjar Gunnarsson flokksstjóri/þjálfari

Golf
Hulda Clara Gestsdóttir keppandi – einstaklings og parakeppni
Ingvar Andri Magnússon keppandi – einstaklings og parakeppni
Jussi Pitkanen flokksstjóri/þjálfari

Sund
Brynjólfur Óli Karlsson keppandi – 50 og 200m. baksund
Karen Mist Arngeirsdóttir keppandi – 100m. bringusund
Snæfríður Sól Jórunnardóttir keppandi – 50, 100 og 200m. skriðsund
Arna Þórey Sveinbjörnsdóttir flokksstjóri/þjálfari

Aðalfararstjóri á leikunum fyrir hönd Íþrótta- og Ólympíusambands Íslands er Örvar Ólafsson. 

Ingibjörg Kristín Jónsdóttir tekur þátt í leikunum fyrir hönd Íslands sem ungur áhrifavaldur (Young Changemaker) en um er að ræða verkefni á vegum Alþjóðaólympíunefndarinnar sem felur í sér að halda utan um fjölbreytta fræðslu og afþreyingu fyrir keppendur á leikunum. Ingibjörg Kristín keppti sjálf á Ólympíuleikum ungmenna í Singapore árið 2010 og hefur mikla reynslu af þátttöku í stórmótum í gegnum árin en hún hefur átt langan og farsælan feril sem afreksíþróttakona í sundi.

Ýmsar upplýsingar, myndir og myndskeið má finna á:
Heimasíðu
Facebook
Twitter
Instagram