Beint á efnisyfirlit síðunnar

Á döfinni

23

Vertu með!

04.10.2018

Íþrótta- og Ólympíusamband Íslands (ÍSÍ) og Ungmennafélag Íslands (UMFÍ) vekja athygli á nýútkomnum bæklingi sem hefur það að markmiði að auka þátttöku barna og ungmenna af erlendum uppruna í skipulögðu íþróttastarfi. Markhópur efnisins eru foreldrar barna og ungmenna af erlendum uppruna. Í bæklingnum er að finna hagnýtar upplýsingar um starfsemi íþrótta- og ungmennafélaga landsins. Sem dæmi má nefna; upplýsingar um æfingagjöld íþróttafélaga, frístundastyrki, mikilvægi þátttöku foreldra og kosti þess að hreyfa sig í skipulögðu starfi. Bæklingurinn er gefinn út á sex tungumálum þ.e. á íslensku, ensku, pólsku, tælensku, litháísku og filippseysku. 

Efnið er samstarfsverkefni ÍSÍ og UMFÍ.
Smelltu hér til þess að skoða efnið.