Beint á efnisyfirlit síðunnar

Á döfinni

22

Buenos Aires 2018 - Aðstæður kannaðar

03.10.2018

Við komuna í Ólympíuþorpið í gær voru þátttakendur þreyttir eftir langt ferðalag. Kvöldið endaði á liðsfundi þar sem farið var yfir atriði er snúa að leikunum og dvöl í Ólympíuþorpinu. Kalt hefur verið undanfarna daga nema yfir miðjan daginn. Eins og sjá má á myndinni sem fylgir frá fundinum þótti ekki veita af að klæða sig í úlpur!

Í dag hafa keppendur farið með þjálfurum sínum í keppnismannvirki og tekið æfingar og skoðað aðstæður. Á meðfylgjandi myndum má sjá okkar fólk við æfingar í mannvirkjum leikanna.

Myndir með frétt