Beint á efnisyfirlit síðunnar

Á döfinni

05.12.2024 - 05.12.2024

Fundur

Fundur verður haldinn í framkvæmdastjórn ÍSÍ...
24

Göngum í skólann í fullum gangi

02.10.2018

Göngum í skólann er enn í fullum gangi. Fulltrúar skóla hafa sent inn fjölbreyttar frásagnir og skemmtilegar myndir á heimasíðu verkefnisins. Meginmarkmið Göngum í skólann er að hvetja nemendur og foreldra á Íslandi til að ganga, hjóla eða nota annan virkan ferðamáta til og frá skóla, hvetja til aukinnar hreyfingar og fræða börn um ávinning reglulegrar hreyfingar. Einnig er markmiðið að auka færni barna til að ganga á öruggan hátt í skólann og kenna reglur um öryggi á göngu og á hjóli. 

Alls 75 skólar eru skráðir til þátttöku í verkefninu í ár sem er metþáttttaka en mest höfðu áður 74 skólar verið skráðir árið 2015. Göngum í skólann lýkur formlega með alþjóðlega Göngum í skólann deginum þann 10. október.