Beint á efnisyfirlit síðunnar

Á döfinni

23

Íþróttavika Evrópu sett í gær

24.09.2018

BeActive dagurinn fór fram í Laugardalnum í tilefni af Íþróttaviku Evrópu sem fer fram 23. – 30. september. Það var mikið um að vera í Laugardalnum en gestir og gangandi fengu að prófa hinar ýmsu íþróttagreinar og hreyfingu svo sem skylmingar, göngufótbolta, aquazumba, frjálsar íþróttir, stafagöngu og skotfimi. Þar að auki var Leikhópurinn Lotta með sýningu og skemmtikraftar frá Sirkus Íslands ráfuðu um svæðið og skemmtu yngstu kynslóðinni.

Markmiðið Íþróttaviku Evrópu er að kynna íþróttir og almenna hreyfingu um alla Evrópu og sporna við auknu hreyfingarleysi meðal almennings. Íþrótta- og Ólympíusamband Íslands sér um að halda utan um verkefnið hérlendis og er þetta í fyrsta skipti sem sérstakur BeActive dagur er haldinn hátíðlegur. Ljóst er að þessi skemmtilegi dagur er kominn til að vera. Íþróttavika Evrópu er nú í fullum gangi og vefsíða verkefnisins er www.beactive.is og Facebook síðuna má finna hér

Myndir með frétt