Beint á efnisyfirlit síðunnar

Á döfinni

23

Örugg ráð, reiðhjólaaðstaða og gangbrautir

18.09.2018

Skráning grunnskóla í Göngum í skólann er í fullum gangi og hefur farið stórvel af stað. Hægt er að skrá sinn grunnskóla til þátttöku í Göngum í skólann á vefsíðu Göngum í skólann hér.

Nú er skólastarfið komið á fullt skrið ásamt miklu lífi í félagsmiðstöðvum og íþróttastarfi hjá grunnskólabörnum um allt land. Því er mikilvægt að foreldrar og kennarar taki sér góðan tíma í að fara yfir umferðarreglurnar með hinum ungu vegfarendum og passi upp á að öryggisbúnaður s.s. endurskinsmerki og reiðhjólahjálmar sé á sínum stað og í nothæfu ástandi.

Samgöngustofa hefur punktað niður 10 örugg ráð fyrir börn og foreldra til að fara yfir í sameiningu:



Til þess að grunnskólabörn eigi sem auðveldast með að ganga eða hjóla í skólann þá er mjög brýnt að öll aðstaða og aðgengi sé til fyrirmyndar. Reiðhjólaaðstaða á skólalóðinni þar sem börn geta geymt reiðfáka sína er nauðsynlegur staðalbúnaður og gott er að hafa góða lýsingu við þau svæði til þess að minnka líkur á þjófnaði eða skemmdarverkum. Þá þurfa gangbrautir við skólann og á leiðinni þangað að vera vel merktar, bæði með skiltum og vel málaðar. Það er um að gera fyrir skólastjórnendur, kennara og foreldra að koma gagnlegum ábendingum til síns sveitarfélags um þá staði þar sem lagfæra mætti merkingar og málun á gangbrautum.